Drit I Ditte / Ethoríó

Einstök mynd eftir listamanninn Ethoríó. Myndin sjálf er í A3 stærð en hún kemur í svörtum ramma. 50% söluandvirðis rennur beint til Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

80.000 kr.

Á lager

Lýsing

Fljótlega eftir að Sævar Sævarsson höfundur bókarinnar Minningin um minkinn byrjaði að setja frásögn sína um Jimmy Miggins niður á blað vaknaði hugmynd hjá honum og Davíð Óskarssyni, markaðsstjóra og grafískum hönnuði í hjáverkum, hvort ekki væri sniðugt að láta myndskreyta söguna. Ýmsar hugmyndir flugu, margar hverjar mjög útópískar, en að ending varð lendingin sú að heyra í listamanninum Ethoríó. Var honum kynnt hugmyndin og að fyrsta fundi loknum ákvað Ethoríó að taka að sér að myndskreyta bókina. Upphaflega hugmyndin var að hann myndi gera tvær stórar myndir og 6-10 skyssur. Eftir að hafa kynnt sér söguna urðu skyssurnar hins vegar um 40 og þar af 8 stórar myndir í A3 stærð sem nú hafa verið innrammaðar.

Nú gefst fólki tækifæri á því að kaupa umræddar myndir og styrkja um leið körfuknattleiksdeild Keflavíkur en 50% söluandvirðis rennur beint til Keflavíkur. Myndirnar eru í A3 stærð eins og áður er getið en um er að ræða original myndir sem ekki verðar fjölfaldaðar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Drit I Ditte / Ethoríó”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *