Minningin um Minkinn

Minningin um minkinn er sprenghlægileg frásögn af bandaríska körfuboltamanninum Jimmy Miggins sem lék og æfði með körfuboltaliði Keflavíkur í stuttan tíma árið 2004. Bókin er fyrsta verk Sævars Sævarssonar, lögfræðings og bekkjasetumanns í körfubolta.

5.000 kr.

Á lager

Lýsing

Minningin um minkinn er sprenghlægileg frásögn af bandaríska körfuboltamanninum Jimmy Miggins sem lék og æfði með körfuboltaliði Keflavíkur í stuttan tíma árið 2004. Bókin er fyrsta verk Sævars Sævarssonar, lögfræðings og bekkjasetumanns í körfubolta. Með snarpri frásögn sinni nær höfundur að fanga skondin og óhefluð karakterseinkenni sögupersónunnar sem heiðraði Keflavíkinga með nærveru sinni í aðeins þrjár vikur en skildi þó eftir sig minningar sem lifa að eilífu.

Skondnar og oft og tíðum óbeislaðar myndskreytingar listamannsins Ethoríó glæða svo frásögnina lífi og gera bókina um leið einstaklega eigulega.

Stór hluti hagnaðar af sölu bókarinnar mun renna til styrktar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en ekki þarf að fjölyrða um þá staðreynd að íþróttafélög landsins hafa orðið fyrir miklum tekjumissi í kjölfar Covid-19 faraldursins og þeirrar stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu sökum hans.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Minningin um Minkinn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *